Kjarni málsins

Velkomin!

Tungumálið er vinnutækið mitt hvort sem ég er að prófarkalesa, þýða, semja texta eða taka viðtöl.

Þessi síða er mappa fyrir efni sem ég framleiði og birst hefur opinberlega.

Ég tek að mér verkefni fyrir einstaklinga og fyrirtæki og svara skilaboðum venjulega innan þriggja sólarhringa.

  • Viðtöl: Ertu ritstjóri dagblaðs eða tímarits og vantar reynda manneskju til að taka áhrifarík viðtöl?
  • Spaug: Ertu að leita að manneskju til að skrifa fyndna bakþanka eða pistla um hinar spaugilegu hliðar lífsins?
  • Málsvarnargreinar: Ertu að leita að öflugum málsvara til að skrifa greinar og fréttaskýringar?
  • Mikilvæg bréf: Ertu að skrifa mikilvægt bréf til skóla, stofnunar eða einstaklings, sem þarf að virka?

Melkorka Mjöll Kristinsdóttir

Hvers kyns málsvarnarstarf og ritstörf eiga hug minn allan. Ég er vel ritfær á íslensku og ensku og er vön að koma fram á ráðstefnum og öðrum viðburðum og setja þar fram sannfærandi erindi á mannamáli.

Lesa meira

Ég hef áralanga reynslu og þjálfun í að skrifa sannfærandi texta sem er sniðinn að tilefninu hverju sinni.

  • Með þessum hætti hef ég til dæmis náð að sannfæra hr. Ólaf Ragnar Grímsson um að bjóða mér heim til sín á Bessastaði þar sem ég tók viðtal við hann sem vakti mikla athygli.
  • Ég sannfærði Tim Ward, lögmann Íslands í ICESAVE málinu um að svara spurningum nemendatímarits Lögfræðinema á Akureyri.
  • Ég tók viðtal við Árna Finnsson, formann Náttúruverndarsamtaka Íslands um bruna svartolíu á norðurslóðum. Viðtalið var rætt á Alþingi Íslendinga. Forsætisráðherrann, Katrín Jakobsdóttir, tók þátt í umræðum.
  • Salmann Tamimi spjallaði við mig um lífshlaup sitt, veikindi og aukna hatursorðræðu í íslensku samfélagi.
  • Ég sinni málsvarnarstarfi fyrir Rauða krossinn með greinaskrifum.
  • Ég hef fengið ýmislegt í gegn hjá skólum og stofnunum með því að senda sannfærandi bréf eða tala máli mínu.