Melkorka

Um mig

Móðuramma mín, hún amma Anna tók eftir því þegar ég var sex eða sjö ára gömul að ég var alltaf að skrifa eitthvað.

Ég skrifaði sögur og ljóð.

Amma gaf mér því litla bók með auðum síðum. Bókinni fylgdi blýantur. Þetta var besta gjöf sem ég gat hugsað mér.

Með tímanum fór ég að reyna fyrir mér með mismunandi stíla.

Amma fylgdi mér eftir og sagði: ,,Þú ert góður penni''.

Fólk fór að biðja mig um að lesa yfir ritgerðir og skrifa fyrir sig bréf til skóla og stofnana.

Á námsárum mínum í lögfræði var ég kosin í ritstjórn Lögfræðings, tímarits lögfræðinema. Ég notaði tækifærið til að taka viðtal við Ólaf Ragnar Grímsson, þáverandi forseta Íslands um málefni norðurslóða.

Eftir þetta fyrsta viðtal var ekki aftur snúið. Ég hafði samband við fleiri viðmælendur og fjölmiðla sem keyptu viðtölin. Að taka viðtöl við fólk sem hefur einstaka þekkingu eða reynslu er eitt það skemmtilegasta sem ég geri.

Ég hef einnig mjög gaman af því að skrifa pistla og smásögur.

Í gegnum árin hef ég því smám saman öðlast mikla reynslu og þjálfun í allskonar textavinnu.

Síðustu ár hef ég einkum lagt stund á kennslu og ritstörf.

NÁM

BA próf í heimspeki með trúarbragðafræði sem aukagrein

BA próf í lögfræði

MA próf í Hnattrænum tengslum

Kennsluréttindi

Framundan er að klára ML próf í lögfræði og freista þess að nýta þá þekkingu til að verja og bæta stöðu fólks.