Strákarnir eru í sveit-inni, hinni einu sönnu, hjá ömmu þar sem þeir eru í eins konar vinnuskóla. 
Spúla stétt, raka hey, bera parket. 
Inn á milli, þegar þeir hafa lítið að gera, er alltaf hægt að taka í spil. 
En svo fara þeir líka í laaanga göngutúra og kynnast náttúrunni, vaða í læknum, drekka úr honum, rúlla niður brekkur, borða hundasúrur og krækiber. 
Hitta stundum fyrir ógestrisna fugla og flýja þá með prik á lofti. Eða hrædda og vitlausa fugla sem gera sér hreiður á miðjum vegi 
 
 hreidur
  hreidur
Koma blautir og krækiberjabláir í pönnukökur hjá ömmu.