Kjarni málsins

Melkorka Mjöll Kristinsdóttir

Þessi síða er mappa fyrir greinar, viðtöl, pistla og annað efni sem ég framleiði.

Hvatinn að baki er forvitni og markmiðið er skilningur.

Njótið vel!

Lesa meira     Hafa samband

Ég hef áralanga reynslu af því að kafa ofan í málefni með sérfræðingum á sínu sviði og nota viðeigandi stílbragð til að glæða hvert viðtal lífi og litum.

 • Óreynd og blaut á bakvið eyrun náði ég að sannfæra fyrsta viðmælanda minn, Ólaf Ragnar Grímsson, þáverandi forseta Íslands, um að bjóða mér heim til sín á Bessastaði, þar sem við ræddum um málefni norðurslóða. Viðtalið vakti athygli út fyrir landsteinana.
 • Næst sannfærði ég Tim Ward, lögmann Íslands í ICESAVE málinu um að svara spurningum Lögfræðings, nemendatímarits lögfræðinema á Akureyri.
 • Því næst tók ég viðtal við Árna Finnsson, formann Náttúruverndarsamtaka Íslands um bruna svartolíu á norðurslóðum. Viðtalið var rætt á Alþingi Íslendinga og Katrín Jakobsdóttir, þáverandi forsætisráðherra, tók þátt í umræðunum.
 • Salmann Tamimi heitinn, þáverandi formaður Félags múslima á Íslandi, spjallaði við mig um lífshlaup sitt, veikindi og aukna hatursorðræðu í íslensku samfélagi.
 • Kári Stefánsson tók á móti mér í Íslenskri erfðagreiningu í óvenju einlægu viðtali þar sem við áttum samtal um hans persónuleg mál og eins alþjóðamálin, nánar tiltekið stríðsrekstur Pútíns í Úkraínu. Hrafna Jóna Ágústsdóttir tók myndir af kappanum við þetta tilefni sem juku á áhrifamátt viðtalsins.
 • Ég kafaði niður á botn með Drífu Snædal, forseta ASÍ, um mikilvægi afkomuöryggis á krepputímum, ekki aðeins fyrir launþega heldur fyrir hagkerfið.
 • Friðrik Jónsson, þáverandi formaður BHM, fór ofan í saumana á hagsmunum og stöðu sinna skjólstæðinga í viðtali sem birtist í Stundinni. Viðtalinu fylgdi veglegur inngangur og úttekt sem ég vann í samstarfi við sérfræðinga í kjaramálum og hagfræði.
 • Ég skrifa einnig greinar og pistla.
 • Skondin dagbókarbrot úr lífi hinnar ófullkomnu konu og móður eiga einnig sinn stað á þessari síðu.

  Ég vona að þú njótir vel !