Annáll 2023
Melkorka Mjöll Kristinsdóttir | 26. júní 2024
1. janúar
Borðuðum snakk og ídýfu í kvöldmatinn, í bílnum, því Öxnadalsheiðin var lokuð. Skoluðum öllu niður með óàfengu kampavíni frá tengdó.
5. janúar
Vinnan byrjaði á nýjan leik eftir jólafrí.
Fór að dreyma um enn minna heimili og einfaldara heimilishald.
Réttirnir frá 1944 komu sterkir til leiks.
Apríl
Í april byrjaði ég aftur að hlaupa og setti stefnuna á hálfmaraþon.
Mamma fékk sér langar neglur til að sleppa við uppvaskið.
Eftir að ,,hmm'’ dugði ekki lengur gagnvart áróðursvél mömmu fyrir gildi hreyfingar, einkum sunds, notaði pabbi sannfæringarkraft sinn til að fá lækni til að skrifa upp á að hann mætti ekki fara í sund.
Pabbi bauð öllum fullorðnum í fjölskyldunni til Washington í tilefni þess að hann nálgaðist sjötugt.
Hvíta Húsið varð nágranni okkar og kennileiti í nokkra dýrmæta daga.
Hlutverkin á heimilinu snerust við: strákarnir sópuðu okkur Skúla í háttinn klukkan 22 en fóru sjálfir að venja komur sínar í bíó og opin hús.
Maí
Viðurkenndi á fb að mig langar að skrifa bók.
6. maí varð Kalli kóngur. Merkisdagur fyrir pabba og mömmu sem horfðu á gullvagninn í Ríkissjónvarpinu.
Júní
Fann sjálfa mig á frímerkjasýningu með pabba og mömmu. Varð ljóst að ég er umkringd nördum.
Komst að því að ég er litblind á grænan og bláan.
Tók saman uppkast að örsögubók.
17. júní útskrifaðist Skúli sem rafiðnfræðingur frá HR.
Í júní keyrðum við Jón Ara á viðburð út í sveit. 10 mínútum seinna gekk hann af stað heim. Alla 25 kílómetrana.
Júlí
6. júlí hljóp ég hálfmaraþon í Akureyrarhlaupinu.
18 júlí var minningarathöfn um Friðfinn í dómkirkjunni. Margir mættu og hjálpuðu okkur að setja einhverskonar punkt aftan við erfitt tímabil. Sama dag fæddist Anna Margrét.
Við Kolbeinn tókum til í geymslum pabba og mömmu. Við erum að tala um einhver tonn af rusli.
Í lok júlí fórum við Jón Ari og amma Dadda í fermingarferð til Kaupmannahafnar. Jón Ari fékk svo þá hugmynd að slá tvær flugur í einu höggi með því að skjótast með ömmu í dagsferð til Svíþjóðar. Þau fóru með lest.
Í Danmörku fórum við mamma m.a. à Vinstuen, þangað sem afi hafði komið og fengið sér øl. Ekkert hafði breyst. Meira að segja reykingaherbergið var á sínum stað ,,smøgen'', að sjálfsögðu.
Horfði niður á Tívolí úr hótelherbergis -glugganum (9. hæð). Datt þá í hug að fara í tvöfaldan nàmsrússíbana um haustið; læra markþjálfun og sáttamiðlun með vinnu. Skráði mig ,,med det samme’’ og tæmdi um leið alla sjóði mína hjà KÍ.
Guðmundur veiddi fyrsta silunginn sem veiddur var, í silungaræktinni á Keldum.
Ágúst
Jón Ari greiddi fyrir Kaupmannahafnarferðina með því að fermast. Auðvitað í litlu kirkjunni að Keldum. Konungleg veisla að hætti ömmu Drífu á eftir.
27.ágúst: Pabbi varð 70 ára og bauð heim í opið hús.
September
Byrjaði að læra markþjálfun og sáttamiðlun með vinnu.
Október
Mamma og pabbi fóru í slipp (heilsuhælið í Hveragerði).
Við Skúli fórum til Spánar með vinnunni hans (árshátíðarferð).
Nóvemner
Þvagleki sem taboo í samfélaginu var til umræðu í einhverjum fjölmiðli. Ákvað að leggja mitt af mörkum með því að skvetta því fram á fb, við litlar þakkir, að ég hefði oft pissað á mig.
Skrifaði grein á síðu Félags Grunnskólakennara sem viðbragð við spurningu RÚV; Hvort skólinn sé úreltur.
6. nóvember varð Guðmundur 17 ára.
Jón Ari varð norðurlandsmeistari í júdói (í annað sinn) og fékk gula beltið,
Desember
Skrifaði à áðurnefnda fb síðu grunnskólakennara um starfsumhverfi kennara og hugmynd að úrbótum.
Var beðin um að skrifa jólaminningu í jóladagatal Akureyrinet. Gerði það.
Datt í hug að læra faggreinakennslu í stærðfræði. Er samt ekki viss. Langar að læra svo margt. Sjáum hvað setur.
Viðtal við pabba í ,,Okkar á milli'' í gærkvöldi (21. des) rammaði inn það sem skiptir máli í lífinu. Það var þá sem mér varð ljóst hvað það merkir að vera mikill.