Júní 2022

Melkorka Mjöll Kristinsdóttir | 14. júlí 2022
Við hjónin erum enn að venjast því að búa aftur saman, eftir tveggja vetra fjarveru kallsins flesta daga vegna vinnu. Dæmi: Við sátum inni í stofu í gærkvöldi með popp og vorum að horfa á bíómynd í heimilis sjónvarpinu. Allt í einu stoppaði Skúli myndina, opnaði Youtube og valdi fræðsluþátt um involsið í einhverri fjarstýringu eða innstungu eða... ég veit ekki einusinni hvað þetta var. Semsé einhvern fag-idioda hrylling. Og ég sat þarna við hliðina á honum með popp... Oftast kemur sér þó vel að hafa iðnaðarmann á heimilinu. Við höfum til dæmis verið að taka til og laga ýmislegt í sumar, breyta og bæta. Þá gegnir eiginmaðurinn aðalhlutverki en ég er svona meira í aukahlutverkunum. Fæ að halda á hamrinum, ná í skrúfu o.s.frv. Í tiltektinni höfum við fundið ýmislegt sem gaman er að henda, en líka annað sem okkur finnst okkur bera skylda til að nýta, eins og bunka af næstum-því-tómum-tannkremstúbum...
tannkremstúbur
tannkremstúbur