Kjarni málsins

Melkorka Mjöll Kristinsdóttir

Kennsla og ritstörf eiga hug minn allan. Ég starfa sem kennari og vinn við ýmis ritstörf í frístundum.

Þessi síða er mappa fyrir greinar, viðtöl, pistla og annað efni sem ég framleiði.

Lesa meira     Hafa samband

Ég hef áralanga reynslu af því að skrifa texta sem virkar miðað við tilefnið hverju sinni.

  • Með þessum hætti náði ég til dæmis að sannfæra Ólaf Ragnar Grímsson, þáverandi forseta Íslands, um að bjóða mér heim til sín á Bessastaði, þar sem ég tók við hann viðtal sem vakti athygli út fyrir landsteinana.
  • Ég sannfærði Tim Ward, lögmann Íslands í ICESAVE málinu um að svara spurningum nemendatímarits Lögfræðinema á Akureyri.
  • Ég tók viðtal við Árna Finnsson, formann Náttúruverndarsamtaka Íslands, um bruna svartolíu á norðurslóðum. Viðtalið var rætt á Alþingi Íslendinga. Forsætisráðherra, Katrín Jakobsdóttir, tók þátt í umræðum.
  • Salmann Tamimi spjallaði við mig um lífshlaup sitt, veikindi og aukna hatursorðræðu í íslensku samfélagi.
  • Ég sinnti málsvarnarstarfi fyrir Rauða krossinn með greinaskrifum.